spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKristján Helgi: Stefni sem lengst í BJJ

Kristján Helgi: Stefni sem lengst í BJJ

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Kristján Helgi Hafliðason sigraði -75 kg flokk og opinn flokk drengja á Íslandsmeistaramóti ungmenna í brasilísku jiu-jitsu sem fram fór um síðustu helgi. Kristján er einn af efnilegustu glímumönnum landsins en við fengum þennan 17 ára Mjölnismann í stutt spjall.

Kristján byrjaði að æfa brasilískt jiu-jitsu í september 2011 eftir að hafa farið á MMA 101 unglinganámskeið í Mjölni. „Ég fór á þetta námskeið með nokkrum vinum mínum og fannst þetta skemmtilegasta íþrótt sem ég hafði prófað. Ég hafði æft fótbolta frá því ég var 6 ára en hætti í honum þegar ég byrjaði í Mjölni. Bróðir minn hafði æft BJJ í Mjölni í einhvern tíma og hann sýndi mér myndbönd af Gunnari Nelson og sagði mér að Mjölnir væri með námskeið fyrir unglinga þannig ég ákvað að prófa það,“ segir Kristján.

Það er skammt stórra högga á milli fyrir Kristján þar sem hann keppir á Swedish Open um næstu helgi og helgina eftir það keppir hann á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í BJJ.

Kristján sigraði sinn flokk á Íslandsmeistaramóti unglinga árin 2012 og 2013 og var þetta því þriðji Íslandsmeistaratitill hans. „Ég er mjög ánægður með hvernig mér gekk á mótinu, það gekk flest upp af því sem ég reyndi og svo lærir maður alltaf mikið á því að keppa,“ segir Kristján en þetta verður í síðasta sinn sem hann keppir á unglingamótinu en Kristján er orðinn 17 ára og verður því of gamall til að keppa á unglingamótinu á næsta ári.

Kristján setur markið hátt í BJJ. „Já, ég stefni sem lengst í BJJ og ég ætla líka að fara meira í MMA og komast sem lengst þar líka.“

Við þökkum Kristjáni kærlega fyrir spjallið og óskum honum velfagnaðar á næstu árum.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular