0

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Alan Jouban

Gunnar Nelson mætir Alan Jouban á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Hér er Leiðin að búrinu fyrir bardagann.

Bardaginn fer fram í The O2 Arena í London og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars frá því hann vann Rússann Albert Tumenov í maí.

Nú er kominn tími á endurkomu Gunnars í búrið og fær hann verðugan andstæðing. Jouban hefur unnið þrjá í röð í UFC og er 6-2 í bardagasamtökunum rétt eins og Gunnar.

Í Leiðinni að búrinu hitum við upp fyrir bardagann en þar talar Gunnar um sinn síðasta bardaga og komandi bardaga gegn Jouban.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.