0

Leiðin að búrinu: Shinobi War 7

Þrír Íslendingar keppa á Shinobi War 7 bardagakvöldinu á laugardaginn í Liverpool. Þremenningarnir ræddu við MMA Fréttir á dögunum um komandi bardaga, Evrópumótið í fyrra og fleira í Leiðinni að búrinu.

Leiðin að búrinu er stuttur viðtalsþáttur þar sem við spjöllum við íslenska bardagamenn fyrir komandi MMA bardaga.

Þeir Bjarki Ómarsson, Egill Øydvin Hjördísarson og Hrólfur Ólafsson keppa á laugardaginn á Shinobi bardagakvöldinu en allir kepptu þeir á Evrópumótinu í Birmingham í fyrra. Það var frábær reynsla fyrir þá alla og koma þeir reynslunni ríkari í bardaga sína á laugardaginn.

Strákarnir keppa allir undir merkjum Mjölnis og munum við flytja frekari fréttir af þeim fram að bardögum þeirra.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.