spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLiðsfélagar Khabib sem réðust á Conor fá áfram að berjast í UFC

Liðsfélagar Khabib sem réðust á Conor fá áfram að berjast í UFC

Í október í fyrra varð allt vitlaust á UFC 229 eftir sigur Khabib Nurmagomedov á Conor McGregor. Khabib stökk yfir búrið og réðust liðsfélagar Khabib á Conor.

Strax eftir sigur Khabib á Conor stökk Khabib yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Brutust út hópslagsmál í kjölfarið. Nokkrir af liðsfélögum Khabib komu sér í búrið og réðust að Conor þar sem hnefar fengu að fljúga. Myndbönd hafa sýnt að Conor kýldi liðsfélaga Khabib upp á búrinu en allir málsaðilar fengu keppnisbönn.

Þeir Zubaira Tukhugov, Abubakar Nurmagomedov og Esed Emiragaev blönduðu sér í slagsmálin í búrinu. Á blaðamannafundinum eftir bardagakvöldið var Dana White öskuillur.

„Þeir sem stukku inn í búrið munu aldrei berjast aftur í UFC. Ég hef lagt gríðarlega hart að mér að byggja upp þessa íþrótt og þetta er ekki það sem blandaðar bardagaíþróttir snúast um,“ sagði Dana White á blaðamannafundinum.

Þrátt fyrir stór orð Dana eru mennirnir ennþá í fínum málum. Zubaira Tukhugov berst á laugardaginn ásamt Khabib á UFC 242. Tukhugov mætir Lerone Murphy í einum af upphitunarbardögum kvöldsins.

Abubakar Nurmagomedov var á þeim tíma sem slagsmálin fóru fram á samningi hjá PFL. Hann er í dag samningsbundinn UFC og mun berjast sinn fyrsta bardaga í UFC í nóvember. Esed Emiragaev var hornamaður Khabib í bardaganum og er ekki virkur bardagamaður.

Abubakar Nurmagomedov og Tukhugov fengu báðir eins árs keppnisbann fyrir sinn hlut í slagsmálunum. Báðir ættu þeir ennþá að vera í banni en bönn beggja voru stytt um 35 daga og getur Tukhugov því barist um helgina. Báðir fengu þeir að stytta bannið um 35 daga í skiptum fyrir 10 klukkustunda samfélagsþjónustu.

Dana hefur ekki staðið við stóru orðin og í raun gert þveröfugt og gefið öðrum árásarmanninum samning. Khabib Nurmagomedov sagði eftir slagsmálin að ef liðsfélagar sínir yrðu reknir úr UFC myndi hann aldrei berjast aftur. Khabib hefur greinilega verið alvara enda þeir Tukhugov og Abubakar báðir með bardaga í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular