spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLíkamsárás vakti áhuga Conor McGregor á MMA

Líkamsárás vakti áhuga Conor McGregor á MMA

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Í viðtali við ESPN segir Conor McGregor frá atvikinu sem fékk hann til að byrja að æfa bardagaíþróttir. McGregor telur þetta augnablik hafa breytt lífi sínu.

Þegar McGregor var ungur strákur var hann hrifinn af eldri stelpu. Stelpan var í kringum 15-16 ára og átti kærasta sem var 17 eða 18 ára. McGregor lét það ekki stoppa sig og hélt áfram að eltast við hana þrátt fyrir að vita að líklega myndi hann fá það óþvegið fyrir vikið.

Kvöld eitt er McGregor og stelpan að labba saman þegar bíll stoppar fyrir framan þau. Út úr bílnum stígur kærasti stelpunnar með vini sína í fararbroddi og réðust þeir allir á McGregor. Það var ekki mikið sem McGregor gat gert í þessari stöðu og lagðist hann í fósturstellingu á meðan á barsmíðunum stóð.

Eftir þennan atburð segist McGregor hafa ákveðið að læra að berjast að alvöru svo svona lagað myndi aldrei endurtaka sig. Ef slíkt myndi gerast aftur myndu þeir eflaust sjá eftir því og aldrei gera það aftur.

Hér að neðan má heyra Conor McGregor lýsa atvikinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular