Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch

Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch laugardaginn 11. júlí á UFC 189. Bardaginn er á aðalhluta bardagakvölsins en þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story.

Tapið gegn Rick Story markaði endalokin á 13 bardaga sigurgöngu Gunnars. Í Leiðinni að búrinu talar hann um tapið og hvaða lærdóm hann getur dregið af þeirri reynslu.

„Mér fannst bara almennt ég ekki vera nógu góður. Það vantaði eitthvað svona frjálst flæði í mig, sem vanalega er til staðar, stundum ekki en maður hefur komist upp með það. Það er kannski fínt að hafa tapað þessum bardaga þar sem það vakti mann aðeins upp.“

Íslendingar gætu fengið að sjá bestu útgáfuna af Gunnari Nelson hingað til. „Það er alltaf nýr og betri maður sjálfur sem að kemur eftir svona. Það er svona einhver eldur inn í manni sem hefur kannski ekki verið nógu frískur í einhvern tíma sem sem er soldið nýtt fyrir mér, nýtt gamalt.“

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular