Vigtuninni fyrir UFC 207 er lokið og er nú fátt sem kemur í veg fyrir að bardagarnir fari fram. Ronda Rousey lét loks sjá sig og auðvitað var hiti í þeim Cody Garbrandt og Domnick Cruz.
Formlega vigtunin fór fram fyrr í dag þar sem þeir Johny Hendricks og Ray Borg náðu ekki vigt. Sjónvarpsvigtunin fór svo fram seint á fimmtudagskvöldið á íslenskum tíma og var auðvitað góð stemning í Las Vegas.
Mikill hiti hefur verið á milli Dominick Cruz og Cody Garbrandt í aðdraganda bardaga þeirra en barist verður upp á bantamvigtartitilinn. Þeir Cruz og Garbrandt ögruðu hvor öðrum og þurfti aðeins að skilja þá að.
Thanks for the nightmares, @Amanda_Leoa! ? #UFC207 pic.twitter.com/a1oqAekZVd
— #UFC207 (@ufc) December 29, 2016
Amanda ‘The Lioness’ Nunes mætti með ljónagrímu í vigtunina og starði á Rondu með grímuna á sér er hún stóð á vigtinni. Þær Nunes og Ronda Rousey mætast um bantamvigtartitil kvenna en þetta verður fyrsta titilvörn meistarans Nunes.
UFC 207 fer fram á aðfaranótt laugardags og hefst bein útsending kl 3 á Stöð 2 Sport.