Thursday, March 28, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Rúnar „Hroði“ Geirmundsson (UFC 207)

Spámaður helgarinnar: Rúnar „Hroði“ Geirmundsson (UFC 207)

rúnar geirmundssonUFC 207 fer fram í nótt þar sem þær Amanda Nunes og Ronda Rousey mætast í aðalbardaga kvöldsins. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Rúnar Geirmundsson.

Rúnar „Hroði“ Geirmundsson er afreksmaður í kraftlyftingum og hafnaði í 3. sæti í opnum aldursflokki á Heimsmeistaramótinu á dögunum. Þá er hann söngvari hljómsveitarinnar Endless Dark og sér um Bleksmiðjuna svo fátt eitt sé nefnt. Rúnar byrjaði að horfa á MMA í kringum 2004 og hefur misst lítið úr síðan þá. Gefum honum orðið.

Fluguvigt: Louis Smolka gegn Ray Borg

Verð að viðurkenna að ég er ekki alveg klár á vali mínu hér. Hef ekki mikla reynslu af þessum köppum. En við skulum taka wild guess og segja að Louis Smolka taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Veltivigt: Dong Hyun Kim gegn Tarec Saffiedine

Bardaginn sem kemur í staðinn fyrir Velasquez vs. Werdum. Persónulega hefði ég verið mikið meira til í að sjá þann bardaga. Annars held ég að Kim taki Saffiedine og roti hann í 2. eða 3. lotu.

Bantamvigt: T.J. Dillashaw gegn John Lineker

Dillashaw er rúmlega aktívur gæji en ég held að þetta verði leiðinlegur bardagi. Dillashaw á eftir að reyna að forðast hann allan bardagann og tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Titilbardagi í bantamvigt: Dominick Cruz gegn Cody Garbrandt

Ég er mikill Cruz aðdáandi. Ekki margir sem leika það eftir að taka sér svona frí eins og hann gerði, fara að lýsa bara og mæta svo tvíefldur til leiks. Þrátt fyrir aðdáun mína á honum þá held ég að Garbrandt roti hann í fyrstu lotu. Enda er Garbrandt grjótharður og eitursvalur gæji.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Ronda Rousey

All in all þá held ég að Nunes taki þetta. Hún er betri standandi og ætti að geta reddað sér ef þær fara ekki í gólfið. Rousey er með góð köst en ef ég man rétt þá er Nunes með lengri faðm og ætti að halda henni frá sér. Ég held að Nunes taki þetta með TKO í 3. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular