0

Hvenær byrjar UFC 207? Hvenær berst Ronda?

UFC 207 fer fram í kvöld þar sem Amanda Nunes mætir Rondu Rousey í aðalbardaga kvöldsins. En hvenær byrjar svo fjörið?

Það er ekki oft sem UFC er með stór bardagakvöld á föstudögum en þar sem gamlárskvöld er á morgun fer bardagakvöldið fram í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bardagi Amöndu Nunes og Rondu Rousey er síðasti bardagi kvöldsins og ætti því að hefjast í fyrsta lagi um 4:30 og í síðasta lagi kl 5:30. Bardagakvöldið er þó ansi gott og mælum við með að stilla inn á kl 0:30 á Fight Pass rás UFC þegar fyrsti bardagi kvöldsins hefst.

Hér að neðan má sjá bardagakvöldið í heild sinni

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 3 á Stöð 2 Sport)

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Ronda Rousey
Titilbardagi í bantamvigt: Dominick Cruz gegn Cody Garbrandt
Bantamvigt: T.J. Dillashaw gegn John Lineker
Veltivigt: Dong Hyun Kim gegn Tarec Saffiedine
Hentivigt (129,5 pund): Louis Smolka gegn Ray Borg

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl 1)

Hentivigt (173,5 pund): Johny Hendricks gegn Neil Magny
Veltivigt: Mike Pyle gegn Alex Garcia
Millivigt: Antônio Carlos Júnior gegn Marvin Vettori
Veltivigt: Brandon Thatch gegn Niko Price

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 0:30)

Veltivigt: Alex Oliveira gegn Tim Means

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply