Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentLorenzo Fertitta keypti sérstakt hlífðarvesti fyrir Aldo

Lorenzo Fertitta keypti sérstakt hlífðarvesti fyrir Aldo

RIO DE JANEIRO, BRAZIL - JANUARY 12: UFC Featherweight Champion Jose Aldo attends the final UFC 142 pre-fight press conference at the Copacabana Palace Hotel on January 12, 2012 in Rio de Janeiro, Brazil. (Photo by Josh Hedges/Zuffa LLC/Zuffa LLC via Getty Images)

Þeir Jose Aldo og Conor McGregor mætast í aðalbardaganum á UFC 194 í desember. Kapparnir áttu að mætast fyrst í sumar en ekkert varð úr bardaganum vegna rifbeinsmeiðsla Aldo. Nú hefur UFC gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir annað slíkt.

Aldo hlaut rifbeinsmeiðslin aðeins þremur vikum fyrir bardagann stóra. UFC höfðu aldrei eytt eins miklum peningum í að kynna bardaga og fóru þeir Aldo og McGregor á heimstúr til að kynna bardagann. Vonbrigðin fyrir UFC og bardagaaðdáendur voru því mikil þegar Aldo meiddist.

Mánuður er í bardagann núna og hefur Lorenzo Fertitta, framkvæmdastjóri UFC, gefið Jose Aldo sérstakt vesti til að hlífa rifbeinum Aldo á æfingum. Þetta er haft eftir Vivianne Oliveira, eiginkonu Jose Aldo, í samtali við brasilíska vefinn Combate. „Lorenzo gaf honum tvo boli með sérstakri hlíf fyrir rifbeinunum,“ segir Oliveira.

Vestið verndar auðvitað bara efri búkinn og gæti Aldo meiðst á öðrum stöðum. „Hann getur auðvitað meiðst á hné eða litla fingri, þetta er harðgerð íþrótt,“ sagði hún enn fremur.

Við skulum vona að báðir haldist heilir fram að 12. desember er UFC 194 fer fram.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular