0

UFC er 22 ára í dag

royce gracie 1Þann 12. nóvember árið 1993 fór fram fyrsta UFC keppnin. UFC 1 fór fram í Denver, Colorado í Bandaríkjunum og voru reglurnar aðeins tvær.

Hvor myndi vinna í bardaga, boxari eða glímumaður? Þessi spurning varð kveikjan að UFC. Tilgangur keppninnar var að finna besta bardagastílinn og á fyrsta bardagakvöldi UFC mátti sjá stíla á borð við box, súmóglímu, savate, sparkbox, karate og auðvitað brasilískt jiu-jitsu. Það var á endanum smágerður Brasilíumaður sem stóð uppi sem sigurvegari fyrstu keppninnar, Royce Gracie.

ufc 1Í rauninni var tilgangurinn alltaf að sýna fram á hve sterkt brasilískt jiu-jitsu (BJJ) var. Einn af upphafsmönnum keppninnar var Rorion Gracie, eldri bróðir Royce Gracie.

Þeim tókst ætlunarverk sitt og sigraði Royce Gracie fyrstu UFC keppnina og átti það stóran þátt í uppgangi BJJ í Bandaríkjunum og víðar.

Keppendurnir vissu eiginlega ekki út í hvað þeir voru að fara í. Sumir þeirra vissu ekki einu sinni hvort þetta væri alvöru bardagi eða eins og fjölbragðaglíma. Eftir fyrsta bardagann (þar sem sparkað var í höfuð Telia Tuli og hann missti tennur) áttuðu sig allir á að um alvöru var að ræða. Einhverjir vildu umsvifalaust hætta við en það var ekki í boði.

Royce átti mikilli velgengni að fagna í fyrstu keppnum UFC og sigraði UFC 1, 2 og 4.  Á leið sinni til sigurs á UFC 1 sigraði hann boxarann Art Jimmerson, Ken Shamrock og svo savate-kappann Gerard Gordeau.

Þess má geta að Art Jimmerson var einn af tíu bestu boxurum heimsins í sínum þyngdarflokki á þessum tíma. Hann mætti með einn boxhanska þar sem hann vildi ekki eiga í hættu á að skemma höndina sína enda ætlaði hann að berjast í boxinu fljótlega eftir UFC 1.

Reglurnar voru fáar sem engar. Í rauninni voru aðeins tvær reglur, það var bannað að bíta og bannað að pota í augu – allt annað var leyfilegt. Bardagarnir áttu að vera ótakmarkaður fjöldi fimm mínútna lota en lengsti bardaginn var rúmar fjórar mínútur.

Ólíkt því sem er í dag voru engir þyngdarflokkar. Það voru því að minnsta kosti 100 kg sem skildu að þá Gerard Gordeau og Teila Tuli sem börðust í fyrsta (sýnda) UFC bardaganum.

Fyrir sigur sinn fékk Royce Gracie 50.000 dollara og skrifaði um leið nafn sitt í sögubækurnar. Royce er ekki enn hættur þrátt fyrir að vera 48 ára gamall. Hann mun mæta sínum gamla erkifjanda Ken Shamrock í Bellator á næsta ári.

Á þessum 22 árum hefur ansi margt breyst. Gott regluverk er í kringum íþróttina í dag og má segja að íþróttin sé varla samanburðarhæf við það sem var í gangi þann 12. nóvember 1993.

Nánar má fræðast um fyrstu ár UFC, og þau næstu 20 á eftir, í þessari heimildarmynd um UFC. Myndin kom út á 20 ára afmæli UFC fyrir tveimur árum síðan.

FIGHTING FOR A GENERATION: 20 YEARS OF THE UFC from Graeme Smith on Vimeo.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.