spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLuka Jelčić: Gunnar mun klára Santiago, 100%

Luka Jelčić: Gunnar mun klára Santiago, 100%

Luka Jelčić er króatískur bardagamaður sem æft hefur hér á landi undanfarnar vikur. Luka er hér að hjálpa Gunnari Nelson fyrir undirbúninginn fyrir bardaga hans gegn Santiago Ponzinibbio þann 16. júlí.

Luka Jelčić (10-2) æfir að öllu jöfnu hjá SBG í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh. Þetta er í annað sinn sem Luka kemur hingað til lands og er hann yfir sig hrifinn af landi og þjóð.

Luka er léttvigtarmeistari FFC bardagasamtakanna í Króatíu en efnahagsástandið er slæmt þar í landi og ákvað hann því að flytja til Írlands. Luka hefur einnig dvalið í Bandaríkjunum við æfingar en hann bjó hjá Diaz bræðrunum Nick og Nate í tvo mánuði.

Luka segir að Gunnar sé í frábæru formi og sé tilbúinn fyrir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio. Hann er ekki í nokkrum vafa um að Gunnar klári Santiago enda sýni tölfræðin það að Gunnar klárar bardaga sína.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular