spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLuke Rockhold er þreyttur á Conor McGregor

Luke Rockhold er þreyttur á Conor McGregor

Luke Rockhold og Urijah Faber voru gestir í útvarpsþættinum The Cruz Show á dögunum. Hluti viðtalsins snérist um Conor McGregor og virðist Rockhold vera ansi þreytur á Íranum kjaftfora.

Luke Rockhold mætir Chris Weidman á UFC 194 en sama kvöld berst Conor McGregor gegn Jose Aldo. Að mati Rockhold þarf einhver að koma McGregor niður á jörðina enda sé hann aðeins of sjálfumglaður. Rockhold vonar að Jose Aldo sé maðurinn til að sigra McGregor og lækka rostann í honum.

„Ég sagði honum [McGregor] baksviðs að hann væri með dótabelti,“ sagði Rockhold m.a. í viðtalinu.

Viðtalið má sjá hér að neðan en þar talar Rockhold m.a. um Weidman bardagann og Faber talar um hvernig McGregor var sem þjálfari í TUF 22.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular