spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaLyoto Machida: Mér leið eins og leigumorðingja

Lyoto Machida: Mér leið eins og leigumorðingja

machida_ortizLyoto Machida hefur unnið til fjölda bónusa eftir bardaga sína í UFC. UFC gefur upp hverjir fá bónusa, ýmist fyrir rothögg kvöldsins eða uppgjafartak kvöldsins en nýlega var því þó breytt í bónus fyrir frammistöðu kvöldsins. Einn bónus á UFC 84 var þó ekki gefin upp.

Árið 2008 börðust þeir Tito Ortiz og Lyoto Machida en sá síðarnefndi sigraði bardagann örugglega eftir dómaraúrskurð. Dana White, forseti UFC, og Tito Ortiz hafa lengi eldað saman grátt silfur og ætluðu á einum tímapunkti að mætast í boxhringnum en ekkert varð þó úr þeim bardaga.

Machida sigraði bardagann en Machida sagði nýlega að Dana White hafi  borgað honum auka 50 til 100.000 dollara (5,6 til 11 milljónir íslenskra króna) úr eigin vasa fyrir það eitt að sigra Ortiz. Machida segir að sér hafi liðið eins og leigumorðingja þegar White kom með ávísuna.

Ortiz og White sættust seinna meir og var Ortiz innritaður í frægðarhöll UFC árið 2012.  Vinskapur þeirra fór aftur út um þúfur þegar Ortiz gerði samning við aðal keppinaut UFC, Bellator. Sagan endalausa heldur áfram milli þessara tveggja fyrrverandi eða núverandi vina. Þeir virðast kannski ekki vera vissir sjálfir. Það verður þó að teljast ansi ósiðlegt af yfirmanni að gefa einum bónus fyrir það eitt að sigra andstæðing sem yfirmanninum er illa við. Uppátæki Dana White koma þó engum á óvart.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular