Magnús Ingi Ingvarsson er kominn áfram í 8-manna úrslit eftir sigur dagsins. Magnús hefur því sigrað báða bardaga sína á fyrstu tveimur dögum Evrópumótsins í Prag.
Magnús mætti Tomas Fiala frá Tékklandi áðan og sigraði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.
Welterweight result: #Cage1 bout 12 – Magnus Ingvarrson (ISL) def. Tomas Fiala (CZE) via TKO (injury), round 3 #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 23, 2016
Magnús náði öflugri fellu í 3. lotu og meiddist andstæðingurinn þegar hann lenti. Hann gat því ekki haldið áfram og var sigurinn því Magnúsar.
Í gær sigraði Magnús sinn bardaga eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu og getur hann vel við unað eftir fyrstu tvo daga Evrópumótsins. Magnús berst svo í 8-manna úrslitum á morgun en þá mætir hann Ziiad Sadaily frá Rússlandi.
Björn Þorleifur er næstur inn en hann mætir einnig andstæðingi frá Tékklandi.