spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMagnús Ingi vann Tékkann

Magnús Ingi vann Tékkann

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Magnús Ingi Ingvarsson er kominn áfram í 8-manna úrslit eftir sigur dagsins. Magnús hefur því sigrað báða bardaga sína á fyrstu tveimur dögum Evrópumótsins í Prag.

Magnús mætti Tomas Fiala frá Tékklandi áðan og sigraði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Magnús náði öflugri fellu í 3. lotu og meiddist andstæðingurinn þegar hann lenti. Hann gat því ekki haldið áfram og var sigurinn því Magnúsar.

Í gær sigraði Magnús sinn bardaga eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu og getur hann vel við unað eftir fyrstu tvo daga Evrópumótsins. Magnús berst svo í 8-manna úrslitum á morgun en þá mætir hann Ziiad Sadaily frá Rússlandi.

Björn Þorleifur er næstur inn en hann mætir einnig andstæðingi frá Tékklandi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular