spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC 172

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 172

Síðastliðið laugardagskvöld fór UFC 172 fram þar sem Jon Jones varði titil sinn gegn Glover Teixeira. Það voru margir frábærir bardagar þetta kvöld og var þetta eitt skemmtilegast bardagakvöld ársins að margra mati.

Það voru mörg gríðarlega flott uppgjafartök og rothögg en Chris Beal og Joseph Benavidez fengu “performance of the night” bónus. Takenori Gomi og Issac Vallie-Flagg fengu bónus fyrir besta bardaga kvöldsins.

jones ufc 172

 

Getur einhver stöðvað Jones?

Enn á ný sigraði Jon Jones án þess að lenda í teljandi vandræðum með andstæðing sinn. Einhverjar efasemdir voru uppi um að Jones væri búinn að staðna en allar slíkar vangaveltur þutu fljótt út um gluggann þegar bardaginn hófst. Það er greinilegt að hann er búinn að vera að vinna í boxinu sínu og eiginlega útboxaði Glover Teixeira sem er þekktur fyrir að vera mjög góður boxari. Jones pipraði Teixeira upp við búrið með þéttum höggum og sýndi gott “dirty boxing” sem er eitthvað sem hann hefur ekki sýnt áður. Hans stórhættulegu olnbogar voru enn til staðar og fékk Teixeira stóran skurð á augnbrúninni eftir einn slíkan. Líklegast fær Alexander Gustafsson aftur tækifæri gegn Jones seinna á þessu ári þó ekkert sé ákveðið í þeim efnum.

johnson davis

Anthony Johnson snéri aftur með stæl!

Það voru ekki margir sem spáðu því að Anthony Johnson ætti eftir að sigra Phil Davis. Flestir voru á því að Davis ætti eftir að nota frábæra glímuhæfileika sína til að taka Johnson niður og halda honum niðri þar. En Johnson sýndi að hann á vel heima í léttþugnavigt UFC þegar hann stöðvaði allar fellutilraunir Davis. Johnson var á sama tíma með flott sparkbox sem gerði Davis erfitt fyrir að ná fram sínum vilja. Johnson kemur með ferskan straum í léttþungavigtina.

Phil Davis talaði mikið um Jon Jones fyrir bardagann og einhverjir veltu fyrir sér hvort hann væri að horfa framhjá Johnson. Eftir þessa frammistöðu verður maður að spyrja sig að því hvort að Davis hafi ekki hreinlega vanmetið Johnson?

Það eru þó ekki margir hentugir andstæðingar fyrir Johnson á þessari stundu. Einu topp 10 mennirnir í léttþungavigtinni sem eru ekki með andstæðinga á þessari stundu eru Glover Teixeira, Rashad Evans, Chael Sonnen og Shogun Rua. Johnson og Evans æfa saman og myndu aldrei berjast og Chael Sonnen og Shogun væri skref niður á við eftir sigur á Davis. Ætli Johnson mæti þá ekki Teixeira næst?

Hver er næstur fyrir Luke Rockhold?

Luke Rockhold sigraði Tim Boetsch afar sannfærandi eftir “kimura” úr “reverse triangle” stöðu. Rockhold var fyrir þennan bardaga í 5. sæti í millivigtinni í UFC og hefur nú sigrað tvo bardaga í röð í UFC eftir tapið gegn Belfort. Tapið hefur setið illa í honum þar sem hann vill fá uppreisn æru gegn Belfort. Sá bardagi verður að teljast ólíklegur fyrir þær sakir að stutt er síðan þeir mættust auk þess sem ekki er vitað hvort, hvenær og hvar Belfort fái að berjast aftur.

Rockhold vildi einnig skora á Michael Bisping en hann virðist ekkert vera að flýta sér að vinna sér inn titilbardaga ef hann vill berjast við Bisping sem er í 8. sæti í millivigtinni í UFC. Hann og Jacare Souza ættu að mætast aftur og væri sigurvegarinn þar kominn ansi nálægt titilbardaga. Það væri einnig áhugavert að sjá Rockhold gegn Yoel Romero. Jacare og Rockhold mættust í Strikeforce þar sem Rockhold sigraði og tók titilinn af Jacare.

Glæsileg rothögg

Danny Castillo rotaði Charlie Brenneman með glæsilegri yfirhandarhægri. Brenneman var fram að rothögginu að sigra bardagann og verður þetta sennilega síðasti bardagi hans í UFC. Brenneman hefur tapað síðustu fjórum bardögum sínum í UFC og hefur verið kýldur niður eða rotaður í öllum þeirra. Það boðar ekki gott og ætti Brenneman að íhuga að leggja hanskana á hilluna.

DC ko

Chris Beal kom inn í UFC með stæl með því að rota Patrick Williams með fljúgandi hnésparki. Þetta var fullkomið hnéspark hjá Chris Beal og á örugglega eftir að birtast á nokkrum “highlight” myndböndum í framtíðinni.

beal ko

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular