spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 195

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 195

robbie-lawler-carlos-condit

Um helgina fór fram fyrsta UFC kvöld ársins í Las Vegas. Það er ekki ólíklegt að kvöldið verði rifjað upp í desember þegar bestu bardagar ársins eru rifjaðir upp.

Meistarinn í veltivigt, Robbie Lawler, varði titil sinn gegn Carlos Condit í ótrúlegum bardaga sem uppfyllti allar þær væntingar sem gerðar voru til bardagans. Bardaginn var nokkurn veginn eins og búist var við, Condit hélt sér í fjarlægð og raðaði inn óútreiknanlegum fléttum á meðan Lawler pressaði og kom inn þungum höggum hér og þar.

Flestir voru á því að Carlos Condit hefði unnið bardagann. Að margra mati hafði Condit unnið lotur 1, 3 og 4 og Lawler lotur 2 og 5. Það var hins vegar þriðja lotan sem réði úrslitum eins og sjá má á skorspjaldinu. Það má hins vegar ekki láta slíkt svekkelsi skyggja á geggjaðan bardaga. Robbie Lawler er frábær meistari sem sýndi enn einu sinni hvað í honum býr í síðustu lotu bardagans sem gæti hæglega orðið lota ársins.

card

Carlos Condit er aðeins 31 árs gamall en hefur talað um að þessi bardagi gæti verið hans síðasti. Það væri leiðinlegt að horfa á eftir honum en ákvörðunin er skiljanleg þegar litið er yfir feril Condit. Hann hefur barist 39 sinnum á 13 árum þar af fjórum sinnum um UFC titil. Hann vann bráðabirgðartitil UFC gegn Nick Diaz en tapaði á stigum gegn Georges St. Pierre, Johny Hendricks og nú Robbie Lawler. Þar áður var hann meistarinn í WEC og varði titil sinn í þrígang. Condit hefur því átt langan og glæsilegan feril sem bardagamaður og getur gengið sáttur frá með heilbrigðan líkama.

Robbie_Lawler_vs_Carlos_Condit

Stóra spurningin í veltivigt er nú hvort UFC vilji koma á öðrum bardaga á milli Lawler og Condit þar sem þessi var mjög umdeildur og ekki lítið skemmtilegur. Annað tækifæri að berjast um titilinn gæti tælt Condit til að halda áfram en þá væri UFC hálfpartinn að svíkja Tyron Woodley sem var lofað titilbardaga þegar ekkert varð að bardaga hans við Johny Hendricks í október.

miocic

Fyrr um kvöldið börðust Stipe Miocic og Andre Arlvoski í mikilvægum bardaga í þungavigt. Búist var við nokkuð jöfnum bardaga en það var Miocic sem afgreiddi Hvítrússann Arlovski á innan við mínútu. Miocic er nú í góðri stöðu til að skora á sigurvegarann í bardaga Fabricio Werdum og Cain Velasquez í febrúar. Nokkur ljón eru þó á veginum. Sigri Velasquez er ekki útilokað að þeir berjist í þriðja skiptið. Aðrir koma einnig til greina sem áskorendur eins og Alistair Overeem eða Ben Rothwell sigri hann Josh Barnett síðar í mánuðinum.

Snemma um kvöldið börðust loksins þeir Joseph Duffy og Dustin Poirier á Fight Pass. Bardaginn var mjög spennandi en að lokum var það Poirier sem notaði glímuna til að stjórna Duffy í gólfinu og tryggði sér sigur á stigum. Duffy leit samt ekki illa út og gæti enn átt mikla framtíð fyrir sér. Þessi bardagi var eflaust góð lexía sem hann mun læra af.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram sunnudaginn 17. janúar þar sem þeir TJ Dillashaw og Dominick Cruz eigast við í gríðarlega spennandi bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular