spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 248

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 248

Embed from Getty Images

UFC 248 fór fram um síðustu helgi þar sem Israel Adesanya mætti Yoel Romero í slöppum bardaga. Hér eru Mánudagshugleiðingar eftir helgina.

Aðalbardagi kvöldsins ollu töluverðum vonbrigðum. Hvorugur er með marga leiðinlega bardaga á bakinu en á laugardaginn gerðist bara ekkert á milli þeirra.

Báðir kenna þeir hvor öðrum um. Romero segir að Adesanya hafi bara flúið sig og Adesanya segir að Romero hafi bara staðið og gert ekki neitt. Báðir eiga eiginlega smá sök á því hve tíðindalítill bardaginn var.

Israel Adesanya óskaði eftir að mæta Romero en var þetta það sem hann vildi gera gegn Romero? Adesanya hefur sennilega ætlað að halda sér fyrir utan og pikka í Romero en mögulega ákveðið að taka færri áhættur þegar hann fann fyrir vinstri bombu frá Romero í 1. lotu.

Romero gerði síðan bara ekki neitt sem er pirrandi því þegar hann keyrði í Adesanya náði hann góðum höggum inn. Höggin voru hröð og stutt og hefði Romero alveg getað gert meira af því til að vinna bardagann. Hann hefði kannski fengið fleiri högg í sig í leiðinni en það hlýtur að vera betra að tapa þannig en að tapa svona?

Þrátt fyrir að hafa gert lítið tókst Romero samt að vinna fyrst tvær loturnar hjá tveimur dómurum. Það vantaði því ekki mikið upp á fyrir Romero að vinna þennan tíðindalitla bardaga.

Romero var ekki rétti dansfélaginn fyrir Adesanya en sá næsti verður það sennilega – hinn ósigraði Paulo Costa. Skemmtilegir bardagamenn geta ekki alltaf sýnt mögnuð tilþrif en Anderson Silva átti til að mynda nokkra mjög leiðinlega bardaga.

Embed from Getty Images

Sem betur fer var fyrri titilbardagi kvöldsins mögnuð skemmtun. Bardagi Weili Zhang og Joanna Jedrzejczyk var einn besti bardagi ársins og besti titilbardagi í kvennaflokkunum í UFC.

Zhang og Joanna stálu sviðsljósinu frá Adesanya og Romero og gáfu okkur magnaðan bardaga. Þær skiptust á höggum í 25 mínútur og gáfu ekkert eftir. Zhang vann eftir klofna dómaraákvörðun en sigurinn hefði alveg getað dottið Joanna megin og hefið lítið verið hægt að kvarta yfir því.

Þessi blóðkúla sem Joanna var með á enninu var líka rosaleg og með því stærri sem maður hefur séð. Grjóthart hjá Joanna að fara í gegnum tvær lotur með þessa kúlu á enninu!

Það skemmtilega við strávigtina er staðan á toppnum. Þetta er eini kvennaflokkurinn í UFC þar sem er eitthvað að gerast á toppnum. Zhang er meistari en á eftir henni koma konur eins og Rose Namajunas, Jessica Andrade, Joanna Jedrzejczyk, Claudia Gadelha og Tatiana Suarez. Allt væru þetta spennandi andstæðingar fyrir Zhang. Það er því nóg af möguleikum fyrir Zhang og væri maður til í að sjá þær allar berjast við hvor aðra.

Í næsta mánuði mætast þær Rose Namajunas og Jessica Andrade í endurati (e. rematch) en sigurvegarinn þar mun væntanlega fara í Zhang. UFC gæti hent Joanna aftur í Zhang en líklegast veltur það á útkomunni á Namajunas og Andrade bardaganum.

Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en upphitunarbardagarnir stóðu upp úr. Jose Alberto Quinonez var alltof lítil fyrirstaða fyrir Sean O’Malley en vonandi mun O’Malley snúa fljótt aftur í búrið. Rodolfo Vieira kláraði Saparbek Safarov en var í smá vandræðum standandi.

Næsta bardagakvöld UFC er ljómandi gott en þá heimsækir UFC Brasilíu núna um helgina. Þar mætast þeir Kevin Lee og Charles Oliveira í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular