spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Lineker vs. Dodson

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Lineker vs. Dodson

Lítið UFC kvöld fór fram í Portland á laugardaginn. John Lineker sigraði John Dodson í aðalbardaga kvöldsins en hér eru Mánudagshugleiðingarnar eftir helgina.

Bardaginn var skemmtilegur og fór Lineker með sigur af hólmi eftir klofna dómaraákvörðun. Sitt sýnist hverjum um dómaraákvörðunina og eru margir á því að Dodson hefði átt að vinna. Þetta var þó mjög jafn og skemmtilegur bardagi og eðlilegt að deilt sé um úrslitin.

Samkvæmt Fight Metric hitti Dodson oftar í lotu 1, 3 og 5 en Lineker oftar í 2. og 4. lotu (munurinn ekki mikill samt). Lineker átti þó fleiri vindhögg en aðeins 23-32% högga hans hittu á meðan 44-65% högga Dodson hittu. Um þetta verður eflaust áfram deilt en eflaust hefur engin á móti því að sjá þá mætast aftur einn daginn.

John Lineker át tvö þung spörk í höfuðið án þess að blikna. Hann bara fékk bara spark í hausinn og hélt áfram að sækja að Dodson. Lineker er skemmtilegur bardagamaður og eru margir skemmtilegir möguleikar fyrir hann núna. Hann gæti farið í T.J. Dillashaw ef Cody Garbrandt fær næsta titilbardaga í bantamvigtinni. Ef Dillashaw fær hins vegar titilbardagann væri Cody Garbrandt frábær bardagi.

Lineker og Garbrandt áttu auðvitað að mætast í febrúar en skömmu fyrir bardagann veiktist Lineker og gat ekki barist. Síðan þá hefur Garbrandt rotað þrjá og Lineker unnið þrjá bardaga.

Alex Oliveira vann Will Brooks í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Brooks var að hafa betur fyrstu tvær loturnar en brotið rifbein hafði augljóslega mikil áhrif á Brooks. Oliveira náði fellu í 3. lotu og kláraði Brooks með höggum í gólfinu.

Það sem Oliveira gerði svo eftir bardagann vakti meiri athygli en bardaginn sjálfur. Oliveira sýndi einhvers konar líkamstjáningu og handahreyfingar sem var svo sannarlega ekki jákvæð í garð Brooks. Brooks brást illa við og kastaði gómnum sínum í Oliveira.

Eins og Daniel Cormier benti á í útsendingunni þá var þessi hegðun fáranleg af Oliveira. Brooks lét ýmislegt flakka í vigtuninni þegar Oliveira mistókst að ná léttvigtartakmarkinu og Oliveira var ekki sáttur með það. Oliveira verður samt að hafa það í huga að hann var 5,5 pundum yfir og hefði betur mátt sleppa þessum tilburðum sínum. Ef þú nærð ekki vigt er bannað að haga sér eins og bjáni.

Will Brooks sagði ýmislegt í aðdraganda bardagans en það var vegna þess að Oliveira stóð ekki við sinn hluta samningsins – að vera 156 pund daginn fyrir bardaga. Oliveira fær mínus í kladdann fyrir þetta.

Brandon Moreno kom verulega á óvart og kláraði Louis Smolka með „guillotine“ hengingu í 1. lotu. Moreno kom inn með skömmum fyrirvara og vann maninn sem er nr. 9 á styrkleikalista UFC í fluguvigtinni. Moreno tapaði fyrsta bardaganum í 24. seríu TUF en er núna sennilega kominn á topp 15 styrkleikalistann í fluguvigtinni.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram í Manchester á laugardaginn þegar Michael Bisping tekst á við Dan Henderson um millivigtartitilinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular