spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC on FOX 9

Mánudagshugleiðingar eftir UFC on FOX 9

ufc-fox9-johnson-postfight-interview-large

UFC on FOX 9 fór fram síðasta laugardagskvöld. Það sem stóð helst upp úr á þessu kvöldi var svakalegt rothögg hjá Demetrious Johnson gegn Joseph Benavidez en heilt yfir var þetta skemmtilegt bardagakvöld. Demetrious Johnson fékk bónus fyrir rothögg kvöldsins, Faber fyrir uppgjafartak kvöldsins og Barboza og Castillo fyrir bardaga kvöldsins.

Fyrir titilbardaga kvöldsins voru margir á því að Benavidez, undir dyggri stjórn Duane Ludwig, myndi rota Johnson. Fyrri bardaginn þeirra var hnífjafn og fannst mörgum að Benavidez væri búinn að bæta sig meira síðan þá. Fram að þessum bardaga hafði Johnson aldrei sigrað neinn með rothöggi undir merkjum Zuffa (WEC og UFC) og ekki rotað andstæðing sinn síðan í febrúar 2010. Það kom því talsvert á óvart að Johnson hafi náð að lenda með þessari svakalegri bombu á Benavidez sem lá óvígur eftir. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að klára ekki andstæðinga sína en hann hefur nú svarað þeirri gagnrýni með því að klára tvo síðustu andstæðinga sína. Hann er óumdeilanlega besti fluguvigtarmaður heims í dag. Næsti andstæðingur hans verður líklegast John Lineker ef hann sigrar Ali Bagautinov í febrúar, þ.e.a.s. ef hann nær þyngd. Benavidez hefur nú tapað tvisvar fyrir meistaranum og þarf að bíða lengi eftir að fá annan titilbardaga gegn Johnson. Þetta er í þriðja sinn sem hann tapar titilbardaga en auk þess að tapa tvisvar fyrir Johnson tapaði hann fyrir Dominick Cruz um bantamvigtartitilinn í WEC.

Faber sigraði Michael McDonald með “guillotine” hengingu í 2. lotu eftir mikla yfirburði. Faber sýndi að hann á skilið enn einn titilbardagann og fær því sigurvegarann úr Barao vs. Cruz bardaganum. Faber hefur átt ótrúlegt ár en hann sigraði alla fjóra bardaga sína á þessu ári. Hann hefur tapað fyrir bæði Cruz og Barao en er klárlega næstur í röðinni um titilbardaga í bantamvigtinni. McDonald er klárlega framtíð deildarinnar þar sem hann er aðeins 22 ára gamall en er ekki alveg nægilega góður til að berjast við þá allra bestu í bantamvigtinni eins og er. Hann mun sennilega koma tvíefldur til baka gegn andstæðingi sem er ekki í jafn háum gæðaflokki og Faber.

Chad Mendes sigraði sinn fimmta bardaga í röð. Bardaginn var ekkert sérstakur eftir fyrstu lotuna en þær fregnir bárust eftir bardagann að Mendes hafi verið veikur. Mendes er í margra augum næst besti fjaðurvigtarmaður heims og vilja margir sjá hann fá annað tækifæri gegn Jose Aldo. Mendes og Cub Swanson gætu mæst í bardaga um hver fær næsta titilbardaga og yrði sá bardagi mikið fyrir augað. Þeir mættust í WEC þar sem Mendes sigraði en allir vita að Swanson hefur bætt sig gríðarlega mikið síðan þá. Sá bardagi yrði algjör flugeldasýning og myndi staðfesta hver verðskuldar næsta titilbardaga í fjaðurvigtinni.

Joe Lauzon sigraði Mac Danzig eftir dómaraákvörðun en þetta er fyrst sigur hans á ferlinum eftir dómaraákvörðun! Lauzon á aldrei eftir að verða topp 5 bardagamaður í UFC en er skemmtilegur á að horfa og mun sennilega halda áfram að safna bónusum fyrir frammistöður sína. Það væri virkilega gaman að sjá hann og Diego Sanchez mætast en það yrði líklegast algjört stríð! Mac Danzig hlýtur að fá sparkið frá UFC eftir þennan bardaga en hann er núna með þrjú töp í röð í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular