spot_img
Monday, January 6, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentMark Hunt: Kominn tími til að gefa Lesnar á kjaftinn

Mark Hunt: Kominn tími til að gefa Lesnar á kjaftinn

struve huntoMark Hunt mætir Brock Lesnar á UFC 200 eins og við greindum frá á mánudaginn. Hunt hefur lofað enn einu rothögginu.

Brock Lesnar hætti í MMA í desember 2011 en mun snúa aftur í búrið í sumar. Í viðtali á heimasíðu Mark Hunt segist Hunt vera afar spenntur fyrir tækifærinu.

Brock Lesnar er afar sterkur glímumaður og var þekktur fyrir að keyra menn niður með ótrúlegum krafti sínum.

„Ég berst alveg eins gegn glímumönnum eins og öðrum bardagamönnum. Ég kýli þá á kjaftinn,“ segir Hunt.

Brock Lesnar var aldrei þekktur fyrir að þola högg vel og verður áhugavert að sjá hvernig hann bregst við ef Hunt nær að hitta í Lesnar.

„Það er eins gott að hann fari í lyfjapróf en mér er svo sem sama. Kominn tími til að gefa honum á kjaftinn sem er leikur sem ég hef spilað í mörg ár.“

Brock Lesnar snéri sér aftur í fjölbragðaglímuna í WWE eftir að hann hætti í MMA þar sem hann er stór stjarna. Núna tekur hins vegar alvaran við segir Hunt.

„Ég er enginn áhugamaður. Hann heldur að þetta sé eitthvað sem hann getur hætt í og byrjað aftur í eins og ekkert sé. Þetta svið er fyrir alvöru bardagamenn, ekki sýndarmenni. Ekki ruglast á fjölbragðaglímu og alvöru bardaga.“

Þeir Hunt og Lesnar mætast á UFC 200 þann 9. júlí en bardagakvöldið verður risastórt enda þrír titilbardagar á dagskrá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular