Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMark Hunt mætir Alistair Overeem í mars

Mark Hunt mætir Alistair Overeem í mars

Mark Hunt mætir Alistair Overeem á UFC 209 í Las Vegas þann 4. mars. Hunt var í fyrstu hikandi við að samþykkja bardagann.

Mark Hunt tapaði fyrir Brock Lesnar á UFC 200 í sumar en eftir bardagann kom í ljós að Lesnar hafði fallið á lyfjaprófi (bardaginn var síðar dæmdur ógildur). Hunt var vægast sagt ósáttur eftir bardagann og vildi fá helming launa Lesnar fyrir bardagann en Lesnar fékk að minnsta kosti 2,5 milljónir dollara fyrir bardagann.

Hunt sagðist ekki ætla að berjast fyrr en hann fengi einhverjar bætur fyrir Lesnar bardagann. Þá vildi hann fá einhverja klausu í samninginn sinn ef andstæðingur hans fellur á lyfjaprófi eftir bardagann. Klausan ætti að þá að hjálpa Hunt fjárhagslega en Hunt neitaði að samþykkja að berjast við Overeem nema hann fengi þessa klausu.

„Ég mun ekki berjast nema ég fái klausuna. Ég hef nú þegar barist við þrjá svindlara í röð og mun ekki berjast aftur án einhvers konar tryggingar. Það eina sem ég vil er sanngirni og að við séum að keppa á sama grundvelli,“ sagði Hunt við vefsíðu sína, markhunt.tv.

Í morgun setti hann á Facebook síðu sína að hann þyrfti að koma sér aftur af stað. Bardaginn er því staðfestur á UFC 209 en óvíst er hvers konar klausu Hunt hefur fengið í samninginn.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular