spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMatt Brown út, Neil Magny inn - 39 breytingar á stórum bardögum...

Matt Brown út, Neil Magny inn – 39 breytingar á stórum bardögum á árinu

neil magnyMatt Brown átti að mæta Kelvin Gastelum í aðalbardaganum á TUF Latin America 2 Finale síðar í mánuðinum. Hann meiddist hins vegar og er Neil Magny kominn í hans stað.

Matt Brown meiddist á ökkla og getur ekki keppt á bardagakvöldinu þann 21. nóvember. Neil Magny átti að mæta Stephen Thompson á UFC 195 í janúar en mætir nú Kelvin Gastelum í nóvember. Stephen Thompson er því án andstæðings eins og er.

Neil Magny hefur verið afskaplega duglegur að taka bardaga. Hann barðist fimm bardaga árið 2014 og bardaginn gegn Gastelum verður hans fimmti á þessu ári. Hann verður þar með fyrsti bardamaðurinn í sögu UFC til að taka fimm bardaga eða fleiri tvö ár í röð. Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem hann tekur bardaga með skömmum fyrirvara en Magny mætti Erick Silva í ágúst eftir að Rick Story meiddist.

Það er kannski ágætt að Stephen Thompson sé án andstæðings núna. Ef ske kynni að Maia meiðist væri hann til taks og gæti mætt Gunnari Nelson í desember enda er ekkert öruggt hver mætir hverjum lengur.

Bardagi Brown og Gastelum er 39. stóri bardaginn (aðalbardagi eða næstsíðasti, main og co-main event) sem breytist á þessu ári. UFC hélt stóran blaðamannafund í haust undir nafniu Go Big þar sem bardagasamtökin kynntu komandi bardaga. Af þeim bardögum hafa þó nokkrir dottið út eins og sjá má á hreyfimyndinni hér að neðan.

go big

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular