0

Max Holloway og Frankie Edgar báðir í réttri þyngd

Aðalbardaginn á UFC 240 er staðfestur þar sem þeir Max Holloway og Frankie Edgar hafa báðir náð tilsettri þyngd.

Formlega vigtunin fyrir UFC 240 fer fram um þessar mundir í Kanada. Þeir Edgar og Holloway voru nokkuð snemma mættir í vigtunina og voru báðir 145 pund (65,7 kg) slétt fyrir titilbardaga þeirra í fjaðurvigt.

Max Holloway þurfti hins vegar handklæðið til að ná 145 pundunum. Holloway barðist síðast í léttvigt og viðurkennir að niðurskurðurinn í fjaðurvigtina sé síður en svo auðveldur fyrir sig.

Alexander Volkanovski var staðgengill ef ske kynni að Edgar eða Holloway myndu ekki ná vigt. Volkanovski þurfti því að vigta sig inn í dag og var 144,5 pund.

Þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Felicia Spencer voru einnig í tilsettri þyngd fyrir bardaga þeirra en allir bardagamenn morgundagsins náðu vigt. Formlega vigtunin klárast kl. 17:00 á íslenskum tíma en sjónvarpsvigtunin er svo á dagskrá kl. 22:00 í kvöld.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.