Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeForsíðaSub Only 1 mót Reykjavík MMA á laugardaginn

Sub Only 1 mót Reykjavík MMA á laugardaginn

Reykjavík MMA verður á laugardaginn með sitt fyrsta Sub Only mót. Keppt verður eftir EBI reglum og hefst mótið kl. 11 á laugardaginn.

Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavík MMA heldur þetta mót. Keppt er eftir EBI reglum þar sem engin stig eru í boði og er einungis hægt að sigra með uppgjafartaki. Takist hvorugum að klára þegar tíminn rennur út verður framlenging en reglurnar hafa verið í gildi á Bolamótunum tveimur sem hafa verið haldin hér á landi.

Keppt verður í þremur flokkum karla og tveimur flokkum kvenna auk opinna flokka. Húsið opnar kl. 10 en mótið hefst kl. 11 og er aðgangseyrir fyrir áhorfendur 500 kr. Mótið er aðeins ætlað þeim sem eru með hvítt, blátt eða fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular