Friday, April 26, 2024
HomeErlentB.J. Penn mætir Nik Lentz þrátt fyrir sjö töp í röð

B.J. Penn mætir Nik Lentz þrátt fyrir sjö töp í röð

B.J. Penn virðist vera að fá enn einn bardagann í UFC þrátt fyrir sögulega slæmt gengi. Penn er sagður mæta Nik Lentz síðar á árinu.

B.J. Penn bætti vafasamt met í UFC fyrr á árinu þegar hann tapaði fyrir Clay Guida. Það var sjöunda tap Penn í röð í UFC og leit hann ekki vel út í þeim bardaga eins og svo oft áður.

Aaron Bronsteter greindi frá því í gær að Dana White hafi staðfest að Penn muni mæta Nik Lentz en nákvæm dagsetning bardagans hefur ekki verið kunngjörð. MMA Junkie staðfesti svo við Nik Lentz að þeir myndu mætast.

Þeir Penn og Lentz hafa átt í deilum síðan árið 2014 og fá greinilega að útkljá málin í búrinu. Dana White sagði eftir síðasta tap Penn að hann myndi sennilega ekki fá annan bardaga í UFC en hefur greinilega skipt um skoðun.

Síðasti sigur Penn kom í nóvember 2010 þegar hann rotaði Matt Hughes. Þessi fertugi bardagamaður, sem var á sínum tíma einn allra besti bardagamaður heims, er nú með bardagaskorið 16-14-2.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular