spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMcGregor-Aldo gæti farið fram á leikvangi í Dallas

McGregor-Aldo gæti farið fram á leikvangi í Dallas

Conor McGregor Jose AldoBardagi Jose Aldo og Conor McGregor er hvorki kominn með dagsetningu né staðsetningu en gríðarleg eftirvænting ríkir eftir bardaganum. Svo gæti farið að bardaginn fari fram á risa leikvangi í Dallas.

Þeir Jose Aldo og Conor McGregor áttu upphaflega að mætast á UFC 189 en skömmu fyrir bardagann dró Jose Aldo sig úr bardaganum vegna rifbeinsmeiðsla.

AT&T Stadium er stór leikvangur í Dallas og hýsir NFL liðið Dallas Cowboys. UFC hefur lengi reynt að halda bardagakvöld á leikvanginum en alltaf vantað risabardagann. UFC reyndi um tíma að fá þá Brock Lesnar og Fedor Emelianenko til að mætast á risabardagakvöldi þar. Nú gæti UFC verið með fullkominn bardaga fyrir frumraun sýna á þessum risa leikvangi.

Leikvangurinn getur tekið allt að 100.000 manns í sæti en þegar Manny Pacquiao hefur barist þar hefur leikvangurinn hýst um 45.000 manns. Þess má geta að á bardaga McGregor og Mendes á UFC 189 voru 16.019 áhorfendur en aldrei áður hefur MGM Grand Arena hýst svo marga á UFC viðburði.

UFC 194 fer fram þann 5. desember og gæti bardagi Aldo og McGregor farið fram á því bardagakvöldi. MGM Grand Arena er bókaður þann dag fyrir tónleika með Andrea Bocelli og því ljóst að UFC 194 fer ekki fram í Las Vegas.

Þá hefur sá orðrómur legið í loftinu að bardaginn fari fram þann 2. janúar í Las Vegas. Ekkert hefur verið staðfest í þessum fregnum og ljóst að spennan yfir bardaganum er jafnvel enn meiri nú.

Heimild: Yahoo Sports

dallas stadium
Leikvangurinn en hægt er að loka þakinu.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular