Thursday, March 28, 2024
HomeErlentMcGregor vs. Aldo: „Sá fyrsti til að fara í fellu tapar“

McGregor vs. Aldo: „Sá fyrsti til að fara í fellu tapar“

Conor McGregor Jose AldoSpennan fyrir bardaga Conor McGregor og Jose Aldo heldur áfram að magnast. Núna er rétt rúmur mánuður í bardagann og er óhætt að segja að þetta verði stærsti bardagi ársins. Sérfræðingar eru þegar farnir að spá í bardagann.

Bardaginn er titilbardagí fjaðurvigtinni og er aðalbardaga UFC 189.

Conor McGregor lét hafa eftir sér í viðtali á heimstúrnum að Aldo muni ekki vilja standa á móti sér og muni fara í fellu. Báðir eru frábærir standandi en Aldo hefur sýnt að hann er með frábærar fellur og felluvörn. Auk þess er Aldo svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er afar fær í gólfinu. Hann er aftur á móti enn betri standandi og því sjaldséð að sjá hann nota jiu-jitsu getu sína.

Hinn efnilegi Mirsad Bektic berst í fjaðurvigtinni en hann var gestur í hlaðvarpi Kenny Florian og Jon Anik á dögunum. Bektic var að sjálfsögðu spurður álits um Conor-Aldo bardagann en hann telur að sá fyrsti til að fara í fellu tapi. Það sem Bektic á við með þessu er að ef annar hvor er að tapa standandi viðureigninni þá mun sá reyna að taka bardagann í gólfið.

Þetta er ekki svo vitlaus pæling hjá Bektic. Gefum okkur það að Aldo vilji ekki standa á móti McGregor og skjóti þá í fellu. Það mun bara gefa McGregor enn meira sjálfstraust. Það gæti fengið McGregor til að hugsa „ég er með hann, hann vill ekki standa með mér“. Sama væri hægt að segja ef McGregor myndi skjóta í fellu.

Aftur á móti gæti þetta verið partur af leikáætlun beggja – að skjóta í fellu til að fá andstæðinginn til að hugsa um felluna eins og margir glímumenn gera.

Það verður æsispennandi að fylgjast með aðdraganda bardagans og auðvitað bardaganum sjálfum.

Eftir því sem nær dregur mun umtalið um þennan risabardaga verða enn meira. Hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara eður ei skal ósagt látið en ljóst er að spennan verður gífurleg þann 11. júlí.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular