Gömlu kempurnar Ken Shamrock og Kimbo Slice munu etja kappi á Bellator 138 þann 19. júní. Það er óhætt að segja að Ken Shamrock taki bardagann alvarlega enda virkar hann í mjög góðu formi.
Hinn 51 árs Shamrock hefur ekkert barist í fimm ár og leit allt út fyrir að hann væri hættur. Þegar verst lét barðist hann í vafasamum bardagasamtökum og hafði engan áhuga á íþróttinni lengur. Hann var blankur og var þetta eina tekjulind hans.
Nú er öldin önnur. Fyrir bardagann gegn Kimbo Slice hefur hann verið duglegur að æfa og sennilega verið duglegur að taka vítamínið sitt ef marka má nýjustu myndina af honum. Shamrock féll á lyfjaprófi árið 2009.
Báðir bardagamenn eru komnir yfir sitt léttasta skeið en Slice er 41 árs. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins.
Pétur Marinó Jónsson
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Kevin Lee náði ekki vigt - April 20, 2018
- Diego Björn: Eina sem ég ætlaði mér alls ekki að gera var að enda undir - April 20, 2018
- Myndband: Daniel Comier tekur áhugavert viðtal við Alexander Gustafsson - April 19, 2018