Eins og greint var frá í síðustu viku mun Gunnar Nelson berjast þann 4. október á UFC bardagakvöldi í Svíþjóð. Þar mætir hann Rick Story í aðalbardaga kvöldsins en miðasala á bardagakvöldið fer fram 22. ágúst.
Almenn miðasala hefst þann 22. ágúst á vefnum www.axs.com. Meðlimir í UFC Fight Club geta keypt miða þann 20. ágúst og áskrifendur að fréttabréfi UFC (UFC Newsletter) geta keypt miða 21. ágúst.
Þetta verður í þriðja sinn sem UFC heldur til Svíþjóðar, en miðarnir seldust upp á 30 mínútum þegar UFC kom fyrst þangað í apríl 2012. Þeir Íslendingar sem ætla að tryggja sér miða á bardagakvöldið ættu því að hafa hraðar hendur þegar miðasalan hefst.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Julius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn - June 3, 2022
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022