spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMiðasala á UFC 194 hefst í næstu viku

Miðasala á UFC 194 hefst í næstu viku

gunni maiaEins og við greindum frá fyrir skömmu mun Gunnar Nelson mæta Demian Maia á UFC 194. Bardagakvöldið fer fram þann 12. desember í Las Vegas og hefst miðasala í næstu viku.

Almenn miðasala hefst föstudaginn 11. september í gegnum Ticketmaster. Forsala fyrir Fightclub meðlimi (aðdáendaklúbbur UFC) hefst miðvikudaginn 9. september og forsala fyrir áskrifendur af UFC Newsletter hefst degi síðar. Áhugasamir geta skráð sig í Fightclub hér eða gerst áskrifandi af UFC Newsletter hér.

Það kostar ekkert að vera áskrifandi af fréttabréfi UFC en skráning í aðdáendaklúbbinn kostar 35-150 dollara. Hægt er að skrá sig í klúbbinn endurgjaldslaust en með þeim aðgangi er ekki aðgangur að forsölu. Aðeins Ultimate (75 dollarar) og Elite (150 dollarar) Fightclub meðlimir fá aðgang að forsölunni.

UFC hefur ekki gefið út miðaverð en má búast við að miðaverð verði svipað og á UFC 189 er Aldo og McGregor áttu upphaflega að mætast. Þá voru 16.019 áhorfendur í MGM Grand Arena og má búast við svipuðum fjölda áhorfenda í desember.

Á UFC 189 kostuðu miðarnir frá 18.000 til 135.000 íslenskar krónur í upphafi en miðaverð hækkaði síðar. Samkvæmt vefsíðunni MMA Latest var miðaverðið svo hljóðandi:

Gólfsæti = 135.000 kr.
Neðri hólf í neðri stúku = 102.000 kr.
Efra hólf í neðri stúku = 69.000 kr.
Neðri hólf í efri stúku = 49.000 kr.
Efra hólf í efri stúku = 32.000 kr.
Efst við þakið = 18.000 kr.

Þetta er þó aðeins gróf áætlun en miðaverð hefur ekki verið gefið upp. Íslendingar sem ætla að fara á bardagann ættu að vera á tánum í næstu viku ætli þeir sér að næla í miða.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular