spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMiðaverð töluvert hærra á UFC 229

Miðaverð töluvert hærra á UFC 229

Miðasalan á UFC 229 þar sem þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast hófst í dag. Miðaverð er í hærri kantinum og eru miðarnir dýrari en fyrir síðustu bardaga Conor í UFC.

UFC 229 fer fram þann 6. október í Las Vegas og byrjaði miðasalan í dag. Ódýrustu miðarnir eru á 205 dollara (22.500 ISK) en þeir dýrustu á 2.505 dollara (274.000 ISK).

Áhugavert er að sjá að miðaverð er hærra núna en fyrir tvo síðustu bardaga hjá Conor í UFC.

Bardagakvöldið fer fram í T-Mobile Arena í Las Vegas en höllin tekur um 18.000 manns í sæti. Síðast þegar Conor barðist í höllinni (UFC 202) voru tekjur af miðasölunni um 7,7 milljónir dollara. Hæstu tekjur UFC af miðasölu var á UFC 205 í Madison Square Garden en þar nam miðasalan 17 milljónum dollara.

Bardagakvöldið er ekki beint stútfullt af stjörnum eins og er. Næstsíðasti bardagi kvöldsins verður þungavigtarbardagi Derrick Lewis og Alexander Volkov. Bardagakvöldið væri því ansi tómlegt án aðalbardaga kvöldsins en fleiri bardaga á eftir að bóka á bardagakvöldið.

Titilbardagi í léttvigt: Conor McGregor gegn Khabib Nurmagomedov
Þungavigt: Derrick Lewis gegn Alexander Volkov
Fluguvigt: Sergio Pettis gegn Jussier Formiga
Veltivigt: Ryan LaFlare gegn Tony Martin
Strávigt kvenna: Michelle Waterson gegn Felice Herrig
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Dominick Reyes
Bantamvigt kvenna: Lina Lansberg gegn Yana Kunitskaya
Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Jose Quinonez

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular