spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMike Perry vill fá bardaga við Gunnar

Mike Perry vill fá bardaga við Gunnar

Mike Perry sigraði Jake Ellenberger í gær á UFC bardagakvöldinu í Nashville í gærkvöldi. Í viðtalinu eftir bardagann hálfpartinn óskaði hann eftir bardaga gegn Gunnari Nelson.

Mike Perry sigraði Ellenberger með rothöggi í 2. lotu eftir olnboga. Þetta var tíundi sigur Perry á ferlinum en allir eru þeir eftir rothögg.

Í viðtalinu í búrinu eftir bardagann spurði Perry áhorfendur hvaða líf hann ætti að eyðileggja næst. Brian Stann fylgdi því eftir og spurði hvort hann væri með einhvern ákveðin andstæðing í huga.

„Hvern sem er. Klifrum upp styrkleikalistann, við erum á leiðinni upp,“ sagði Perry.

Jake Ellenberger er sem stendur í 13. sæti styrkleikalistans og vill Perry einhvern sem er ofar á listanum. „Þetta var númer 13. Hver vann minn síðasta andstæðing? Mér er sama. Náum honum. Hver sem er.“

Maðurinn sem vann hans síðasta andstæðing (fyrir Ellenberger bardagann) er auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Fyrir bardagann gegn Ellenberger tapaði Perry fyrir Alan Jouban en Gunnar Nelson vann auðvitað Jouban í mars.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular