Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentMilljón heimili keyptu UFC 189

Milljón heimili keyptu UFC 189

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC 189 var eitt stærsta bardagakvöld í sögu UFC. Milljón heimili keyptu UFC 189 bardagakvöldið á „Pay Per View“ en þetta er aðeins í áttunda sinn sem UFC nær slíkum sölutölum.

„Pay per view“ (PPV) markaðurinn í Bandaríkjunum er afar verðmæt tekjulind fyrir UFC. Bardagaðdáendur geta keypt aðgang að aðalhluta bardagakvöldsins eins og á UFC 189 í gegnum Fight Pass rás UFC og í gegnum sérstaka sjónvarpsþjónustu.

Samkvæmt heimasíðu UFC keyptu milljón heimili UFC 189 og er það ávísun á hve stór stjarna Conor McGregor er orðinn. Hér að neðan má sjá öll PPV UFC sem hafa farið yfir milljón kaup en UFC gefur aldrei út nákvæma tölu. Það ber þó að taka fram að þetta eru aðeins kaup á PPV en ekki áhorfstölur. Þær tölur eru vafalaust talsvert hærri enda sýndu sjónvarpsstöðvar um allan heim UFC 189.

1.025.000 PPV kaup – UFC 168 Weidman vs. Silva II

1.060.000 PPV kaup – UFC 116 Lesnar vs. Carwin

1.000.000 PPV kaup – UFC 114 Evans vs. Jackson

1.600.000 PPV kaup – UFC 100 Lesnar vs. Mir

1.000.000 PPV kaup  – UFC 92 Griffin vs. Evans

1.010.000 PPV kaup – UFC 91 Lesnar vs. Couture

1.050.000 PPV kaup – UFC 66 Liddell vs. Ortiz II

Tölur fengnar af vef MMA Payout.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular