spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir Open 10 fer fram á laugardaginn

Mjölnir Open 10 fer fram á laugardaginn

Eitt stærsta glímumót ársins fer fram nú á laugardaginn í Mjölniskastalanum þegar Mjölnir Open 10 fer fram. Þetta verður í tíunda sinn sem Mjölnir Open fer fram en þetta er nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í uppgjafarglímu án galla.

Hátt í 90 keppendur tóku þátt í fyrra og stefnir allt í svipaðan fjölda þátttakenda. Skráningarfrestur rennur út 15. apríl kl 21 en skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis, á mjolnir@mjolnir.is eða í síma 534-4455.

Keppt verður í fimm þyngarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Vigtun fer fram föstudaginn 17. apríl milli kl 17-19.

Karlar:

-66 kg
-77 kg
-88 kg
-99 kg
+99 kg

Konur:

-60 kg
-70 kg
+70 kg

Þátttökugjald eru 4000 kr. en mótið hefst kl 11, laugardaginn 18. apríl. Húsið opnar kl 10 og hefst reglufundur fyrir keppendur kl 10:30. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 kr.

Mjölnir Open er einn af stærstu viðburðum glímuársins og ættu glímuáhugamenn ekki að láta sig vanta á mótið.

mo10

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular