0

Mjölnir Open unglinga fer fram í dag

Mjolnir-logoHátt í 30 unglingar eru skráðir til leiks á Mjölnir Open unglinga sem fram fer í dag.

Í dag fer Mjölnir Open unglinga fram í Mjölniskastalanum, Seljavegi 2, og hefjast fyrstu glímur kl 11. Unglingar á aldrinum 12-17 ára keppa á mótinu en keppt er í þremur aldursflokkum (2001-2002, 1999-2000 og 1997-1998).

Keppendur koma frá fjórum félögum, Mjölni, Sleipni, VBC og Gracie. Keppt er í glímu án galla (nogi) og eru glímurnar styttri í unglingaflokkum heldur en í fullorðinsflokkum. Á mótinu verða vafalaust einhverjir af bestu glímumönnum framtíðarinnar og því tilvalið fyrir glímuáhugamenn að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Við munum birta úrslit úr mótinu um leið og það klárast.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.