spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir Open unglinga fer fram í dag

Mjölnir Open unglinga fer fram í dag

Mjolnir-logoHátt í 30 unglingar eru skráðir til leiks á Mjölnir Open unglinga sem fram fer í dag.

Í dag fer Mjölnir Open unglinga fram í Mjölniskastalanum, Seljavegi 2, og hefjast fyrstu glímur kl 11. Unglingar á aldrinum 12-17 ára keppa á mótinu en keppt er í þremur aldursflokkum (2001-2002, 1999-2000 og 1997-1998).

Keppendur koma frá fjórum félögum, Mjölni, Sleipni, VBC og Gracie. Keppt er í glímu án galla (nogi) og eru glímurnar styttri í unglingaflokkum heldur en í fullorðinsflokkum. Á mótinu verða vafalaust einhverjir af bestu glímumönnum framtíðarinnar og því tilvalið fyrir glímuáhugamenn að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Við munum birta úrslit úr mótinu um leið og það klárast.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular