spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMjölnir mun opna útibú í Eyjum

Mjölnir mun opna útibú í Eyjum

Jón Viðar Arnþórsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bardagafélagið Mjölnir mun opna útibú í Vestmannaeyjum. Þetta staðfestir Jón Viðar Arnþórsson í samtali við MMA Fréttir.

Mjölnir er um þessar mundir staðsett á Seljavegi 2 í gamla Loftkastalanum. Félagið mun þó flytja í Öskjuhlíðina þar sem Keiluhöllin var áður til húsa. Nú mun Mjölnir hins vegar opna annað útibú í fyrsta sinn.

„Við stefnum á að opna í júní sumar,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í dag mun Mjölnir verða staðsett í húsnæði gamla Ísfélagsins í Eyjum.

„Húsnæðið er mjög stórt, 350-380 fm salur og svo klefar. Það þarf ekki að gera mikið fyrir húsnæðið ef við fáum það. Bara aðeins að mála og merkja.“

Ekkert er um bardagaíþróttir í Vestamannaeyjum eins og er en það mun breytast í sumar. „Til að byrja með verður þetta aðallega glíman og Víkingaþrek. Við munum koma til með að senda þjálfara þangað um helgar, einu sinni til tvisvar í mánuði, en annars þjálfa upp þjálfara. Svo eru nokkrir Mjölnismenn sem eru úr Eyjum og flakka mikið á milli sem munu koma til með að þjálfa þarna og margir sem vilja hjálpa til,“ segir Jón Viðar að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular