Thursday, July 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDiego Björn með samning við SMMACK Combat Management

Diego Björn með samning við SMMACK Combat Management

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Diego Björn Valencia er kominn með samning við SMMACK Combat Management. SMMACK setti sig í samband við Diego og mun útvega Diego bardaga.

„Þeir höfðu bara samband við mig á Facebook og buðu mér samning,“ segir Diego í samtali við MMA Fréttir.

„Ég borga þeim ekkert nema þeir reddi mér bardaga og þá taka þeir einhver 15% af laununum mínum fyrir bardagann,“ segir Diego sem er búinn með einn atvinnumannabardaga og ætlar að taka sem flesta bardaga í ár.

„Þeim er alveg sama þó Mjölnir reddi mér bardaga þannig ég tapa engu á því að skrifa undir. Þeir eru með bardagamenn alls staðar úr heiminum og segjast vera að leita af bardögum út um allan heim.“

Diego skrifaði undir í desember en hefur enn sem komið er aðeins verið boðinn einn bardagi. „Þeir buðu mér einn bardaga gegn einhverjum með 23-5 bardagaskorið sem ég ákvað að taka ekki. Ég hef svo sem enga svaka trú á þessu en ef þeir redda mér einhverjum bardaga er ég bara sáttur.“

diego smmack

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular