Mjölnismenn munu berjast í Skotlandi þann 16. september. Þar munu þeir stíga í búrið á Headhunters bardagakvöldinu gegn skoskum bardagamönnum. Sem stendur eru fjórir Íslendingar með MMA bardaga á kvöldinu en fleiri gætu mögulega bæst við.
Bardagarnir fara fram í Grangemouth og eru allir Íslendingarnir að berjast áhugamannabardaga.
Bjartur Guðlaugsson (2-2) mætir Hayden Murray (4-1) í fjaðurvigt. Bjartur barðist síðast í maí þegar hann sigraði Danann Mikkel Thomsen eftir dómaraákvörðun í Færeyjum.
Björn Lúkas Haraldsson (1-0) átti frábæra frumraun í maí þegar hann kláraði Zabi Saeed með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Nú er hann kominn með sinn annan bardaga og mætir Georgio Christofi (1-0) í veltivigt.
Tveir Íslendingar munu berjast sinn fyrsta MMA bardaga á kvöldinu. Sigurjón Rúnar Vikarsson mætir Ross Mcintosh í veltivigt en Skotinn er líka að fara að berjast sinn fyrsta MMA bardaga (samkvæmt Tapology). Þá mun Bjarki Eyþórsson mæta Niall Campbell en þetta verður einnig fyrsti MMA bardagi beggja.
Þeir Bjarki Ómarsson og Hrólfur Ólafsson áttu einnig að keppa á kvöldinu en hafa báðir misst andstæðingana sína. Verið er að leita að nýjum andstæðingum fyrir þá og gæti þeir því bæst við.