Það er ekki mikið um að vera í MMA heiminum þessa dagana. Hér höfum við hins vegar tekið saman nokkra fréttamola úr MMA heiminum.
Paige VanZant berst aftur
Paige VanZant tók þátt í þáttunum vinsælu Dancing with the Stars á dögunum þar sem hún hafnaði í 2. sæti. Nú ætlar hún að snúa aftur í búrið og mætir Bec Rawlings í ágúst. Bardaginn fer fram á UFC on Fox 21 bardagakvöldinu þann 21. ágúst. Þetta verður fyrsti bardagi VanZant síðan hún tapaði fyrir Rose Namajunas í desember.
Conor, Holm og Lawler tilnefnd til ESPY-verðlaunanna
Hin árlegu verðlaun ESPN sjónvarpsstöðvarinnar, ESPY, verða veitt þann 13. júlí. MMA á nokkra fulltrúa í ár en þau Holly Holm, Conor McGregor og Robbie Lawler eru öll tilnefnd. Conor er tilnefndur í tveimur flokkum. Annars vegar sem „Best breakthrough athlete“ og hins vegar sem besti bardagamaðurinn. Robbie Lawler er einnig tilnefndur sem besti bardagamaðurinn sem og þeir Gennady Golovkin, Canelo Alvarez og Roman Gonazalesz.
Holly Holm er tilnefnd í flokkinum „Best upset“ fyrir sigurinn á Rondu Rousey í nóvember. Þá er rothögg hennar tilnefnt í flokkinum „Best play“. Hægt er að kjósa á vef ESPN hér. Tímabilið sem um ræðir er frá júní 2015 til júní 2016 og því er t.d. nýloknu tímabili í NBA með.
UFC snýr aftur til Filippseyja
Fyrsti UFC viðburðurinn í Asíu í ár verður í Filippseyjum. UFC heldur bardagakvöld í Manila þann 15. október. UFC heimsótti Filippseyjar í fyrsta sinn í maí í fyrra og börðust þeir Frankie Edgar og Urijah Faber í aðalbardaganum. UFC fór þrívegis til Asíu í fyrra.
Brian Stann talar um endurkomu Georges St. Pierre
https://www.youtube.com/watch?v=0c2zakWKFCY