Sjónvarpsvigtunin fyrir UFC 229 fór fram fyrr í kvöld. Það voru að sjálfsögðu smá læti í Conor er þeir mættust augliti til auglits í síðasta sinn fyrir bardagann.
Formleg vigtun fór fram fyrr í dag þar sem allir bardagamenn kvöldsins náðu vigt. Sjónvarpsvigtunin í kvöld er bara gerð fyrir áhorfendur og var höllin troðfull af Írum.
Það voru sömu lætin í Conor og vanalega í vigtuninni og voru örlitlar stimpingar á milli þeirra. Conor vildi komast nær Khabib er þeir stóðu andspænis hvor öðrum en Dana White, forseti UFC, vildi ekki hleypa þeim nær hvor öðrum. Smávægilegar stimpingar áttu sér stað og reyndi Conor að dangla aðeins í Khabib en var langt frá því að hitta.
CAN. NOT. WAIT!!!
Khabib Nurmagomedov and Conor McGregor square off before #UFC229!! pic.twitter.com/Eplumi0Enc
— UFC Europe (@UFCEurope) October 6, 2018
Það vakti athygli að rapparinn Drake var á sviðinu með Conor og bar írska fánann á bakinu.
Það voru síðan aðeins meiri læti í þeim Alexander Volkov og Derrick Lewis.
Insanity between Lewis and Volkov at weigh-ins #UFC229 pic.twitter.com/H3KKc5JuJU
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) October 6, 2018
Vigtunina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Það var ekki bara hiti í bardagamönnunum en um leið og vigtunin kláraðist brutust út slagsmál meðal áhorfenda.
Fight breaks out in the crowd immediately after #UFC229 weigh-ins. pic.twitter.com/IwbnfRyDjs
— Shaheen Al-Shatti (@shaunalshatti) October 6, 2018