spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Anthony Johnson fréttir af hnémeiðslum Cormier í miðju viðtali

Myndband: Anthony Johnson fréttir af hnémeiðslum Cormier í miðju viðtali

Anthony Johnson og Daniel Cormier mætast á UFC 206 í desember. Kapparnir voru í sjónvarpsþætti í Kanada á dögunum og greindi þáttastjórnandinn óvart frá litlu leyndarmáli í miðju viðtali.

UFC 206 fer fram þann 10. desember í Torondo, Kanada. Í vikunni voru þeir í viðtölum til að kynna bardagakvöldið og mættu meðal annars í þáttinn Breakfest Television.

Þáttastjórnandinn Dina Pugliese sagði þá óvart frá hnémeiðslum Daniel Cormier. Meistarinn virðist eiga við hnémeiðsli að stríða og er það nokkuð sem ekki var vitað um.

„Ég hafði ekki hugmynd um þetta en takk fyrir að láta mig vita,“ sagði Johnson er hann sat við hliðina á Cormier í viðtalinu.

Cormier hristi á hausinn og var ekki ánægður með opinberun á þessu litla leyndarmáli Cormier.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular