spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Bjarki Þór fer með stórleik í heimagerðri auglýsingu

Myndband: Bjarki Þór fer með stórleik í heimagerðri auglýsingu

Bjarki Þór Pálsson skrifaði á dögunum undir styrktarsamning við Victory Beef í Bandaríkjunum. Til að launa þeim greiðann ákvað Bjarki Þór að gera skemmtilega auglýsingu.

Bjarki Þór Pálsson (3-0) á hreint út sagt stórleik í þessari auglýsingu fyrir Victory Beef. Victory Beef er bandarískt fyrirtæki og búgarður sem selur grasfóðrað nautakjöt.

„Victory Beef er að styrkja mig þannig að mig langaði að gefa þeim eitthvað í staðinn. Þegar ég heyrði lagið Wanted Dead or Alive með Bon Jovi um daginn og fékk ég þessa hugmynd,“ segir Bjarki Þór og hlær.

Bjarki Þór leikur kúreka í auglýsingunni rétt eins og Sindri Már. „Ég og Sindri höfum verið að leika okkur með tvo kúreka karaktera, Reggie Ray og Seabass. Þetta er eitthvað sem við byrjuðum á þegar við vorum í Arizona.“

Auglýsinguna má sjá hér að neðan en þess má geta að Victory Beef er einnig að styrkja Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Rúnar Hroði framleiddi myndbandið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular