spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Chael Sonnen skýtur á fyrrum unnustu Tito Ortiz

Myndband: Chael Sonnen skýtur á fyrrum unnustu Tito Ortiz

Þeir Tito Ortiz og Chael Sonnen mætast annað kvöld á Bellator 170. Blaðamannafundur fór fram í gær þar sem Chael Sonnen skaut á fyrrum unnustu Tito Ortiz.

Bardaginn fer fram í léttþungavigt en þetta verður síðasti bardagi Tito Ortiz á ferlinum. Óhætt er að segja að sirkusinn í kringum bardagann sé meira spennandi en bardaginn sjálfur og klikkaði Chael Sonnen auðvitað ekki á blaðamannafundinum í gær.

Þar skaut hann á fyrrum unnustu Tito Ortiz, kvikmyndastjörnuna Jennu Jameson eins og sjá má hér að neðan

Jenna tók skoti Sonnen alls ekki illa

Hér að neðan má sjá annað athyglisvert augnablik af blaðamannafundinum. Tito Ortiz sagði langa sögu af ljóni á meðan Chael Sonnen geispaði nánast golunni.

„Bláu augu þín eiga eftir að glitra enn skærar á laugardaginn,“ sagði Tito Ortiz við Chael Sonnen og er ekki alveg vitað hvað Ortiz á við með þessu hrósi.

Bardaginn fer fram annað kvöld en auk þeirra tveggja munu þeir Paul Daley og Brennan Ward berjast á bardagakvöldinu. Þá mun eldri bróðir Lyoto Machida, Chinzo Machida, berjast við Jamar Ocampo í fjaðurvigt.

https://www.youtube.com/watch?v=NnvLdE5j5sw

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular