0

Gunnar Nelson vonast eftir bardaga í mars eða apríl

Gunnar Nelson

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar Nelson er kominn á fullt skrið núna eftir meiðsli. Gunnar vonast eftir því að fá bardaga fljótlega.

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, segir í samtali við MMA Viking að Gunnar hafi jafnað sig á ökklameiðslunum og sé nú farinn að æfa á fullu. Gunnar varð fyrir ökklameiðslum í aðdraganda bardagans gegn Dong Hyun Kim í nóvember og neyddist til þess að draga sig úr bardaganum.

Haraldur segir að vonir standi til að Gunnar berjist í mars eða apríl þó enginn andstæðingur eða bardagakvöld sé í augsýn. Haraldur telur ólíklegt að Gunnar berjist á UFC bardagakvöldinu í London í mars.

Gunnar er eins og áður segir farinn að æfa en er einnig að taka virkan þátt í uppbyggingu á nýju Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð en stefnt er að opnun þann 18. febrúar.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.