0

Myndband: Paul Daley með rothögg eftir hné

Bellator 170 fór fram í gær. Breski vandræðagemsinn Paul Daley mætti Brennan Ward og kláraði bardagann með stæl.

Bardaginn var næstsíðasti bardagi kvöldsins og stóð ekki lengi yfir. Þegar 1. lota var hálfnuð kláraði Daley bardagann með þessu fljúgandi hnésparki.

Daley hefur nú unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum og skoraði á Rory MacDonald eftir bardagann. „Ef Rory MacDonald kemur í búrið með mér mun hann steinrotast,“ sagði Daley.

MacDonald samdi við Bellator í fyrra en hefur ekki enn barist í bardagasamtökunum. Hann brást skemmtilega við áskorun Daley á Twitter í gær.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.