spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Daniel Cormier vissi hvernig hann myndi tapa fyrir Jon Jones

Myndband: Daniel Cormier vissi hvernig hann myndi tapa fyrir Jon Jones

Það má segja að Daniel Cormier hafi spáð fyrir sínu eigin tapi nokkrum árum fyrr. Fyrir fyrsta bardaga þeirra talaði Cormier um einn veikleika sinn sem Jon Jones gæti nýtt sér.

Þeir Daniel Cormier og Jon Jones áttu að mætast á UFC 178 í september 2014. Því miður meiddist Jones og var bardaganum frestað til 3. janúar 2015.

Þann 5. ágúst 2014 hélt UFC blaðamannafund þar sem stærstu stjörnurnar á UFC 178 mættu. Blaðamannafundurinn var helst þekktastur fyrir slagsmál Jones og Cormier en áhugaverð ummæli Cormier frá þeim blaðamannafundi hafa nú fengið mikla athygli .

Jon Jones talaði um að Daniel Cormier væri með ákveðna tilhneygingu þegar hann berst sem hægt væri að nýta sér. Cormier vissi hvað Jones var að tala um.

„Ég veit að það er eitt sem ég geri sem hefur valdið mér vandræðum ef þið viljið kalla það vandræði. Í því tilviki þar sem ég fékk skurð eða eitthvað var það vegna þessara tilhneyginga sem hann er að tala um. Það kemur í ljós 27. september. Ekki halda að þú getir sparkað í hausinn á mér með vinstri fætinum,“ sagði Cormier.

Það var einmitt það sem Jon Jones gerði um síðustu helgi er þeir mættust í annað sinn. Cormier reyndist því sannspár þremur árum síðar. Fyrri bardagi þeirra fór allar fimm loturnar en í þetta sinn tapaði Cormier eftir rothögg þar sem hann var vankaður eftir vinstra háspark.

https://www.youtube.com/watch?v=HyTuH-u1qVg

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular