spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Gabi Garcia æfir með Cyborg fyrir frumraun sína í MMA

Myndband: Gabi Garcia æfir með Cyborg fyrir frumraun sína í MMA

LeiD-Tapa gabi garciaFrumraun Gabi Garcia í MMA fer fram á gamlárskvöld í Rizin FF bardagasamtökunum í Japan. Fyrir bardagann hefur hún m.a. æft með Christine ‘Cyborg’ Justino.

Gabi Garcia mætir hinni bandarísku Seini ‘Lei’d Tapa’ Draughn en Garcia er ein sigursælasta glímukona allra tíma. Draughn kemur úr fjölbragðaglímunni en þetta verður frumraun beggja í MMA. Bardaginn fer fram í léttþungavigt eða 93 kg flokki.

Lengi hefur verið beðið eftir frumraun Garcia í MMA. Upphaflega ætlaði hún að taka sinn fyrsta MMA bardaga í ágúst 2014 en frestað fraumrauninni af einhverjum ástæðum. Garcia hefur lést töluvert á undanförnu ári til að geta keppt í 93 kg flokki en hún var hér áður fyrr talsvert þyngri. Hún mun sennilega aldrei berjast í UFC enda ólíklegt að bardagasamtökin munu setja á stokk léttþungavigt kvenna.

gabi garcia

Fyrir bardagann hefur Garcia æft hjá Kings MMA undir handleiðslu Rafael Cordeiro. Þar æfa ekki ómerkari menn en UFC meistararnir Rafael dos Anjos og Fabricio Werdum og Cyborg Justino. Cyborg er fjaðurvigtarmeistari Invicta og greinilega æft eitthvað með Garcia fyrir bardagann miðað við neðangreint myndband.

Bardaginn fer eins og áður segir fram á gamlárskvöld en í aðalbardaganum mætast þeir Fedor Emelianenko og Jaideep Singh.


Gabi Garcia Goes To War In Sparring with Cris… by smackhisface1

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Mér er byrjað að leiðast þetta ástarsamband Brasilíu og Japan en ekki er lyfjaprufað og Brasilíumenn gríðarlegir neytendur steralyfja. Dæmi um hvernig menn komast upp með neysluna í Japan en hvergi annars staðar er Overeem, steraður til helvítis og núna á seinasta bardagakvöldi kominn með smá magafitu og eðlilega stóran kassa, enda hættur á sterunum eftir fyrri leikbönn.
    Tel gríðarlega mikilvægt að koma í veg fyrir þessa neyslu því þá fá sannir íþróttamenn og konur ekki uppskorið sem skyldi þegar minna talent og minna duglegt fólk bara sprautar sig meira.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular