spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Gunnar Nelson og starfsfólk Mjölnis dansar við Call on me

Myndband: Gunnar Nelson og starfsfólk Mjölnis dansar við Call on me

Árshátíð Mjölnis fór fram á laugardaginn en þar er árleg hefð starfsmanna að endurgera tónlistarmyndband. Í ár var myndbandið við lagið Call On Me endurgert.

Það vantar greinilega ekki danshæfileikana í Gunnar en hann hefur nú verið í forgrunni í endurgerð myndbanda á borð við Beat It, Sorry og Chandelier.

Í ár var það Call On Me sem var endurgert og fara þar starfsmenn Mjölnis á kostum. Þar á meðal má sjá bardagamennina Bjarka Ómarsson og Hrólf Ólafsson og glímuþjálfarann Matthew Miller.

Gunnar Nelson heldur til London á þriðjudagsmorgun en hann mætir Leon Edwards á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular