Eins og við greindum frá í morgun er Daniel Cormier meiddur og getur ekki barist gegn Jon Jones á UFC 197. UFC leitar nú að nýjum andstæðingi fyrir Jones sem sendi skilaboð til aðdáenda fyrr í kvöld.
Jon Jones hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og vill ólmur fara í búrið.
„Eins og þið vitið er ég ekki mikið fyrir að taka bardaga með skömmum fyrirvara. En undanfarið ár hefur verið sturlað og mér finnst ég skulda aðdáendum mínum svo mikið. Hvort sem það er einhver í þungavigt eða léttþungavigt skiptir ekki öllu, höldum aðalbardaganum gangandi, UFC getur sent þá til mín,“ sagði Jon Jones á Instagram fyrr í kvöld.
Nokkrar andstæðingar hafa verið nefndir á nafn svo sem Anthony Johnson, Rashad Evans og Ovince St. Preux. Samkvæmt Ariel Helwani er Johnson úr myndinni eins og er en St. Preux hefur óskað eftir að berjast við Jones. Rashad Evans mætir Glover Teixeira aðeins viku fyrr og ætti því að vera í mjög góðu formi.
Ask and you shall receive: I’m told Ovince St. Preux is now a serious player in all of this. New serious candidate to fight Jones on 4/23.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 2, 2016
All very fluid at the moment but I would cross Rumble Johnson off your wish list. Multitude of reasons but he’s no longer a top option.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) April 2, 2016
UFC 197 fer fram þann 23. apríl og fær því andstæðingur Jones skamman tíma til að undirbúa sig fyrir bardagann.